Landslið
Gunnar Guðmundsson

U17 karla - Gunnar Guðmundsson hættir sem þjálfari

Hefur þjálfað liðið síðan í ársbyrjun 2009

10.10.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur ákveðið að færa sig um set í þjálfun og hefur því ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ um þjálfun U17 karlalandsliðsins.

Gunnar tók við þjálfun liðsins í ársbyrjun 2009 og náði glæsilegum árangri með U17 ára liðið á þessum tíma, stjórnaði liðinu m.a. í 8 liða úrslitakeppni EM 2012 í Slóveníu, þar sem liðið hafnaði í 5. – 6. sæti, og fagnaði Norðurlandameistaratitli á Akureyri 2011.

Stjórn KSÍ þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög