Landslið
HM 2014 í Brasilíu

Toppslagur í Laugardalnum

Ísland tekur á móti Sviss í undankeppni HM á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 16. október

15.10.2012

Ísland tekur á móti Sviss í undankeppni HM á Laugardalsvelli  þriðjudaginn 16. október, kl. 18:30.  Þarna eigast við þjóðirnar sem eru í efstu sætum riðilsins, Sviss hefur 7 stig en Ísland 6 stig eftir þrjá leiki.

Ekki hefur gengið vel gegn Sviss hingað til en leikirnir hafa verið fjórir talsins og hafa Svisslendingar unnið þá alla og Íslendingum aðeins tekist að skora eitt mark í þessum leikjum.

Sviss er í 15. sæti á styrkleikalista FIFA, í sætunum á eftir Frökkum og Brasilíumönnum en Íslendingar eru 97. sæti.  Þeir hafa, hingað til í riðlinum, unnið Albaníu og Slóveníu en gerðu jafntefli við Norðmenn á heimavelli síðastliðinn föstudag.

Svissneski hópurinn

Miðasala

Miðasala á leikinn gengur vel og er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/.  Miðasala á leikdag hefst kl. 10:00 á Laugardalsvelli.

Tengill á miðasölu

Ísland - Sviss 16. október

Svæði Leikdagur (fullt verð) Forsöluverð
Svæði I (rautt) 4.500 kr 4.000 kr (500 kr afsláttur)
Svæði II (blátt) 3.500 kr 3.000 kr (500 kr afsláttur)
Svæði III (grænt) 2.500 kr 1.500 kr (1.000 kr afsláttur)


50% afsláttur er fyrir börn 16 ára og yngri af leikdagsverði, þannig að barnamiði á svæði I kostar kr 2.250, barnamiði á svæði II kostar kr. 1.750 og á svæði III kr. 1.250.

 

Hólf á Laugardalsvelli

 

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög