Landslið
Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson og félagar hita upp fyrir leik

Um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga

16.10.2012

Fyrir leik Íslands og Sviss í kvöld mun Jónas Sigurðsson og nokkrir félgar hans hita upp með nokkrum lögum fyrir leik.

Jónas er að senda frá sér plötu á næstu dögum sem ber heitið Þar sem himinn ber við haf. Jónas mun leika nokkur lög af þessari plötu.

Það er því um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga.

Í hálfleik reyna svo nokkrir heppnir áhorfendur sem keyptu miða á  leikinn á http://www.midi.is/ reyna að hitta þverslánna frá vítateigsboganum. Ef einhverjum tekst það þá vinnur viðkomandi ferð með Icelandair til einhvers af áfangastöðum þeirra.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög