Landslið
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar héldu utan í morgun

Langt ferðalag til Sevastopol framundan

17.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið hélt utan snemma í morgun áleiðis til Sevastopol í Úkraínu þar sem leikið verður gegn heimastúlkum í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð á laugardaginn.  Leikið verður heima og heiman og verður seinni leikurinn hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30.

Ferðalagið er nokkuð langt hjá stelpurnum en héðan er flogið til Helsinki þar sem leikmennirnir sem leika í Noregi og Svíþjóð koma til móts við hópinn.  Þaðan verður flogið til Kænugarðs og síðan er flug á Simferopol og lýkur ferðalaginu með um 100 kílómetra rútuferð til Sevastopol.

Leikurinn við Úkraínu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma í Sevastopol en liðið heldur strax heim á leið á laugardeginum og hefst þá undirbúningur fyrir heimaleikinn á fimmtudaginn.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög