Landslið
Hólmfríður og Sif

Ísland mætir Úkraínu í umspilsleikjum - Miðasala hafin

Leikið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 25. október kl. 18:30

17.10.2012

Framundan eru tveir umspilsleikir hjá íslenska kvennalandsliðinu þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð.  Fyrri leikurinn er ytra nú á laugardaginn en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30.  Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar.  Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Spáin er góð og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst.  Veitum stelpunum þann stuðning sem þær eiga skilið.  Klæðum okkur vel og öskrum okkur til hita og stelpurnar á EM.

Áfram Ísland!

Miðasala

Tengill á miðasölu:

http://midi.is/ithrottir/5/82/

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög