Landslið
Kirsi Heikkinen

Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland

Leikið á morgun kl. 13:00 að íslenskum tíma

19.10.2012

Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00.  Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010.

Henni til aðstoðar verða löndur hennar Tonja Paavola og Anu Jokela en fjórði dómarinn kemur frá Úkraínu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög