Landslið
Frá Sevastopol

Stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í dag

Leikurinn verður á laugardaginn kl. 13:00 að íslenskum tíma

19.10.2012

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í Sevastopol í dag en þetta var lokaæfing liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á morgun.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með leiknum á textalýsingu af heimasíðu UEFA.

Aðstæður í Sevastopol eru mjög góðar og fór æfingin í dag fram í 17 stiga hita og logni en skýjað var og er búist við svipuðu veðri á morgun þegar leikurinn fer fram.  Allir leikmenn hópsins eru heilir og tóku fullan þátt í æfingunni í dag.

Seinni leikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30 og er hægt að lofa þar hörkuleik þó ekki sé hægt að lofa 17 stiga hita.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög