Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Úkraínu í kvöld kl. 18:30

Sæti í úrslitakeppni EM 2013 í húfi

25.10.2012

Ísland tekur á móti Úkraínu í kvöld í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2013.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30.  Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/ og einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar frá kl. 13:00.

Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.  Miðasalan á leikinn tók mikinn kipp í gær og má búast við góðri stemningu á vellinum í kvöld.  Það er gríðarlega mikið í húfi hjá stelpunum, sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.  Stuðningur áhorfenda skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stelpurnar sem fara með 3 - 2 forystu inn í þennan leik eftir viðureign þjóðanna ytra.

Mætum öll á völlinn, klæðum okkur vel og styðjum okkar stelpur.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög