Landslið
Bílastæði í Laugardal

Ísland mætir Úkraínu - Mætum tímanlega á völlinn

Leikurinn hefst kl. 18:30 á Laugardalsvelli

25.10.2012

Það styttist í leik Íslands og Úkraínu sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Ljóst er að aðsókn verður góð enda sæti í úrslitakeppninni í húfi.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir við innganginn en völlurinn opnar kl. 17:40.  Miðasala er í gangi á midi.is og á Laugardalsvelli fram að leik.

Minnt er á að bílastæði eru víðsvegar um Laugardalinn, þó þau séu ekki beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Vert er að vekja athygli á tilmælum Lögreglunnar að lagt sé löglega í Laugardalnum en hér á myndinni að neðan má sjá hvar bílastæði eru í dalnum.

Bílastæði í Laugardal


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög