Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Aserbaídsjan í dag

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu

26.10.2012

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Króatíu.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Aserbaídsjan og hefst hann kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA, http://www.uefa.com/.

Markvörður; Rúnar Alex Rúnarsson

Vinstri bakvörður; Ósvald Jarl Traustason

Hægri bakvörður; Adam Örn Arnarson

Miðverðir; Hjörtur Hermannsson og Orri Sigurður Ómarsson

Miðjumenn; Óliver Sigurjónsson, Gunnar Þorsteinsson og Aron Þrándarson

Hægri kantur; Ragnar Bragi Sveinson

Vinstri kantur; Arnar Aðalgeirsson

Framherji; Árni Vilhjálmsson

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög