Landslið
Thjodsongur

Áhorfendamet! - Kærar þakkir fyrir stuðninginn

Frábær stemning á Laugardalsvelli í gærkvöldi

26.10.2012

Áhorfendamet á kvennalandsleik var sett í gærkvöldi þegar 6.647 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og studdu stelpurnar okkar til Svíþjóðar.  Stemningin var frábær og átti stærri þátt í þessum sigri heldur en kannski flestir geta ímyndað sér.  Gaman var einnig að sjá og heyra í Tólfunni sem er dugleg að fá fólkið með sér í hvaða stúku sem er.

Stelpurnar og Knattspyrnusambandið þakkar kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.  Stuðningurinn yljaði okkur svo sannarlega um hjartaræturnar og vonandi hefur frammistaða stelpnanna yljað ykkur þetta fallega haustkvöld í Laugardalnum.

Hér að neðan er tengill á myndasíðu KSÍ en þar er að finna fjölmargar myndir frá þessu kvöldi.

Áfram Ísland!

KSÍ myndir

Thjodsongur

Áhorfendur á Laugardalsvelli

Dans


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög