Landslið
ISL_01

U19 karla - Aserar lagðir í fyrsta leik

Leikið við Króata á sunnudaginn

26.10.2012

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM vel þegar þeir lögðu Asera í fyrsta leik sínum í undankeppninni en riðillinn er leikinn í Króatíu.  Lokatölur urðu 2 - 1 og komu öll mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið góð því Íslendingar komust yfir, þegar vallarklukkan sýndi 12 sekúndur, með marki frá Arnari Aðalgeirssyni.    Sannarlega gott veganesti inn í þennan hörkuleik en Aserar jöfnuðu á 24. mínútu áður en fyrirliðinn, Hjörtur Hermannsson, skoraði á 39. mínútu.  Þannig stóðu leikar í leikhléi og einnig þegar flautað var til leiksloka því mörkin urðu ekki fleiri þó svo að bæði lið hefðu fengið fín færi.

Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Króatíu en þeir lögðu Georgíu í dag, 2 - 0.  Tvær efstu þjóðir riðilsins komast áfram í milliriðla.

Keppnin á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög