Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Georgíu

Komast því ekki áfram í milliriðla

31.10.2012

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Georgíu í undankeppni EM en leikið var í Króatíu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Georgíumenn.  Íslendingar sitja því eftir en Georgíumenn fara áfram í milliriðla, ásamt Króatíu sem lögðu Asera 7 - 1.

Nokkur vonbrigði hjá íslenska liðinu, sem hefði dugað jafntefli til að tryggja sig áfram í milliriðla.  Framtíðin er þó björt hjá liðinu en stór hluti hópsins er á yngra ári og koma því tvíefldir leik leiks í næstu undankeppni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög