Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 96. sæti á FIFA-listanum

Fer upp um eitt sæti milli mánaða

7.11.2012

A landslið karla hækkar um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er í 96. sæti á nýútgefnum lista.  Í upphafi árs var liðið í 104. sæti, fór svo niður í það 131., en hefur hækkað sig á ný og er nú á haustmánuðum í fyrsta sinn síðan í lok árs 2009 á meðal 100 efstu þjóða.  Ef aðeins Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 40. sæti.

Ísland á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið

Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma næstir.  Rússar og Króatar færast inn á topp 10 á kostnað Úrúgvæ og Grikklands.  Ítalir hækka sig um þrjú sæti innan topp 10.

Styrkleikalistinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög