Landslið
2013 women

Ísland í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi

Norðmenn fyrstu mótherjarnir

9.11.2012

Í dag var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári.  Ísland mun leika í B riðli og leikur þar við Þýskaland, Noreg og Holland.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Kalmar, fimmtudaginn12. júlí.

Næstu mótherjar Íslendinga verða handhafar titilsins, Þjóðverjar, en leikið verður við þá sunnudaginn 14. júlí í Vaxjo.  Lokaleikur Íslands í riðlinum verður svo gegn Hollandi í Våxjo, miðvikudaginn 17. júlí.  Efstu tvær þjóðir hvers riðils fara áfram í 8 liða úrslit ásamt tveimur þjóðum með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna.

Þegar Ísland lék í úrslitakeppninni í Finnlandi árið 2009, var riðillinn ærið keimlíkur en þar voru mótherjarnir Þýskaland, Noregur og Frakkland.

Ísland lék einmitt í riðli með Noregi í undankeppninni og unnu heimaleikinn, 3 - 1 en töpuðu í Noregi, 2 - 1.  Holland lenti í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni, á eftir Englandi, en komst áfram með bestan árangur allra þjóða í öðru sæti.  Þýskaland sýndi styrk sinn í undankeppninni með því að sigra í sínum riðli af öryggi.  Unnu alla leiki fyrir utan jafntefli gegn Spáni og voru með hagstæða markatölu upp á 61 mark eftir leikina tíu.  Það er því spennandi og krefjandi verkefni fyrir íslensku stelpurnar framundan.

Í A riðli leika:

  • Svíþjóð
  • Ítalía
  • Danmörk
  • Finnland

Í C riðli leika:

  • Frakkland
  • England
  • Rússland
  • Spánn

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög