Landslið
Ísland-Sviss 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Jón Daði og Garðar í hópinn sem mætir Andorra

Halda til Andorra á mánudag – Alfreð, Gylfi og Ragnar meiddir

11.11.2012

Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eiga allir við meiðsli að stríða og hafa dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Andorra í vináttuleik ytra á miðvikudag. Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson, sem koma til móts við hópinn á mánudag.

Garðar hefur leikið 7 A-landsleiki og skorað í þeim 2 mörk, en Jón Daði, sem varð tvítugur á árinu, hefur leikið með U19 og U21 landsliðum Íslands.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög