Landslið
Island-Noregur-(3)

A karla - Leikið við Andorra í kvöld

Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma

14.11.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld og er leikið á Andorra.  Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar unnið allar fjórar viðureignirnar til þessa.

Ekki verður sýnt frá leiknum í sjónvarpi en hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ en þar mun Sampdoria og Britney Spears aðdáandinn, Ómar Smárason, standa vaktina og hamra inn það sem fyrir hans augu ber.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem ekki hafa áður leikið A landsleik, þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög