Landslið
Dans

A kvenna - Leikið við Dani 20. júní

Vináttulandsleikur gegn Dönum ytra

17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Danmörku 20. júní.  Þetta verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Danir leika líka í úrslitakeppninni í Svíþjóð og leika þar í A riðli ásamt Svíum, Ítölum og Finnum.  Danmörk er í 13. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland sigur í 15. sæti.

Þetta er sjöundi landsleikur þjóðanna hjá A landsliði kvenna og hafa Danir haft betur í fimm leikjum en einu sinni hafa Íslendingar haft betur, á Algarve 2011.

Stelpurnar munu einnig leika vináttulandsleik gegn Skotum, á heimavelli, 1. júní og í mars verður leikið í Algarve-bikarnum þar sem Ísland er í riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kína.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög