Landslið
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson áfram með liðið

Næsta verkefni vináttulandsleikur gegn Wales

27.12.2012

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. 

Næsta verkefni liðsins er vináttulandsleikur gegn Wales ytra, 6. febrúar næstkomandi en þann 31. janúar verður svo dregið í undankeppni EM U21 karla 2015.  Úrslitakeppnin það ár fer fram í Tékklandi.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög