Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið byrjar árið 2013 í 89. sæti

Litlar breytingar á FIFA-listanum milli mánaða

17.1.2013

A landslið karla byrjar árið 2013 í 89. sæti á styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti milli mánaða.  Annars eru afar litlar breytingar á listanum milli mánaða og t.a.m. engin breyting á topp 10, enda ekki margir landsleikir farið fram síðan listinn var síðast gefinn út.  Heildarfjöldi leikja er 46 og þar af tók landslið Óman þátt í sjö þeirra.  Nokkrar þjóðir sem bæta sig verulega milli mánaða eru Ekvador, Haítí, Úsbekistan og Kúba, sem fer einmitt upp í sætið fyrir ofan Ísland.

Styrkleikalistinn

Saga Íslands á listanum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög