Landslið
U17 landslið kvenna

Landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi

Tæplega 40 leikmenn frá 6 félögum boðaðir til æfinga

17.1.2013

Næstkomandi sunnudag, þann 20. janúar, fara fram landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara og Eysteins Haukssonar landshlutaþjálfara. 

Til æfinganna hafa verið boðaðir tæplega 40 leikmenn, frá Hetti (9 leikmenn), Þrótti Nes. (7), Einherja (7), Val Rf. (7), Leikni F. (6) og Austra (2).

Æfingarnar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni og eru allar frekari upplýsingar undir hlekknum hér að neðan.

Nánari upplýsingar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög