Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Danskur sigur í fyrri leiknum

Þjóðirnar mætast aftur í Akraneshöllinni á þriðjudag

27.1.2013

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Dönum í dag en leikið var Kórnum.  Lokatölur urðu 0 - 3 eftir að Danir höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi. 

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn.  Danir komust yfir á 19. mínútu og bættu við öðru marki á 36. mínútu.  Þriðja markið kom svo, eftir snaggaralega sókn, þegar um 8 mínútur lifðu leiks.  Íslenska liðið átti þó sína spretti, sérstaklega í síðari hálfleik þar sem mun meira jafnræði var með liðunum heldur en í þeim fyrri.

Seinni vináttulandsleikurinn fer svo fram á þriðjudaginn, 29. janúar, og verður leikið í Akraneshöllinni kl. 15:00.

Myndir frá leiknum má sjá á Myndasíðu KSÍ en tengil á hana má finna hér að neðan.

Leikskýrsla

Myndasíða KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög