Landslið
UEFA EM A-landsliða kvenna

Almenn miðasala á EM kvenna 2013 - Tryggið ykkur miða í tíma

Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð í júlí

14.2.2013

Almenn miðasala á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fer fram í Svíþjóð 10.-28. júlí næstkomandi, er hafin og er hægt að kaupa miða í gegnum vef UEFA.  Miðasala KSÍ á leiki Íslands er reyndar enn í fullum gangi og stendur til 22. febrúar (sjá nánar með því að smella hér).

Ísland er í B-riðli í úrslitakeppninni ásamt Hollandi, Noregi og Þýskalandi, sem er ríkjandi Evrópumeistari.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því norska í Kalmar þann 11. júlí, en seinni tveir leikir Íslands í riðlinum fara fram í Växjö, gegn Þjóðverjum 14. júlí og loks gegn Norðmönnum þann 17. júlí.  Það er auðvitað athyglisvert að á EM 2009 í Finnlandi var Ísland einnig með Þýskalandi og Noregi í riðli og tapaði þá naumlega í báðum leikjum.

Fréttatilkynning UEFA

Miðasöluvefur UEFA

Allar upplýsingar um mótið má finna með því að smella á hnapp á forsíðu ksi.is, eða með því að smella hér.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög