Landslið
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Jafntefli gegn Dönum

Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á fimmtudaginn í Farum

19.2.2013

Strákarnir í U19 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Dönum en leikið var í Farum í Danmörku.  Lokatölur leiksins urðu 1 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.

Íslenska liðið komst yfir á 13. mínútu leiksins þegar gestgjafarnir skoruðu sjálfsmark og þannig stóðu leikar þegar gengið var til leikhlés.  Staðan stóð óbreytt lengi vel en þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum þá náðu heimamenn að jafna metin og þar við sat.  Leikurinn þótti jafn og úrslitin því líklega sanngjörn.  Liðin mætast aftur í fimmtudaginn í öðrum vináttulandsleik sem fram fer á sama stað.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög