Landslið
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Skota í dag á La Manga

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

8.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag við Skota en um er að ræða vináttulandsleik sem fram fer á La Manga.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir

Varnarmenn: Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, og Ingunn Haraldsdóttir

Tengiliðir: Hugrún Elvarsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Anna María Baldursdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir

Sóknartengiliður: Hildur Antonsdóttir

Framherji: Aldís Kara Lúðvíksdóttir

Þetta er annar leikur íslenska liðsins á La Manga en liðið lagði Holland, 3 - 1, á miðvikudaginn.  Sama dag lögðu Skotar Englendinga, 2 - 1.

Leikurinn hefst, sem áður segir, kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum á Facebooksíðu KSÍ.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög