Landslið
Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Svía í dag

Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Eurosport

8.3.2013

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og Svíþjóð á Algarve mótinu en þetta er annar leikur liðanna á mótinu.

Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum á meðan Svíþjóð og Kína skildu jöfn í fyrstu umferð mótsins.  Ísland og Svíþjóð hafa mæst ellefu sinnum áður og hefur Ísland einu sinni farið með sigur af hólmi.  Einu sinni hafa leikar skilið jafnir en Svíar hafa unnið níu sinnum.

Þjóðirnar mætast svo aftur 6. apríl þegar leikinn verður vináttulandsleikur í Vaxjo en þar mun Ísland leika 2 leiki í úrslitakeppni EM í sumar.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport, sem margir Íslendingar hafa aðgang að, en leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög