Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Stórt tap gegn Svíum

Leikið við Kína á mánudaginn

8.3.2013

Kvennalandsliðið lá í valnum á í kvöld þegar leikið var við Svía á Algarvemótunu.  Lokatölur urður 6 - 1 fyrir Svía sem leiddu í leikhléi, 4 - 0.

Eftir að nokkuð jafnræði hafði verið með liðunum í byrjun leiks þá tóku Svíar öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til leikhlés.  Fyrsta markið kom á 10. mínútu og bættu þær við marki fjórum mínútum síðar.  Það var svo undir lok hálfleiksins að Svíarnir bættu við tveimur mörkum.  Engu að síður varði Þóra Helgadóttir oft glæsilega í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum.

Sænska liðið byrjaði síðar hálfleikinn, líkt og sá fyrri endaði, af krafti og bættu við fimmta markinu strax í byrjun og sjötta markið leit dagsins ljós á 64. mínútu.  Íslenska liðið beit svo frá sér í lokin.  Fyrst fékk Fanndís Friðriksdóttir dauðafæri en skaut yfir af markteig.  Skömmu síðar átti Rakel Hönnudóttir þrumuskot af löngu færi sem markvörður Svía náði að slá yfir.  Upp úr hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur var það Hólmfríður Magnúsdóttir sem skallað boltann í netið en marið kom á 87. mínútu.

Sannarlega slæmt tap gegn Svíum en þjóðirnar mætast aftur í vináttulandsleik þann 6. apríl næstkomandi.  Næsti leikur Íslands á Algarve er hinsvegar gegn Kína á mánudaginn.

Katrín Ómarsdóttir lék sinn 50. landsleik í kvöld og þær Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir léku 25. landsleik sinn.


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög