Landslið
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap gegn Frökkum á La Manga

Síðasti leikur stelpnanna á La Manga

11.3.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu síðasta leik sínum af þremur á La Manga í gærkvöldi en leikið var við Frakka.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka sem leiddu með einu marki í leikhléi.

Frakkar voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en íslenska liðið átti sína spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik.  Frakkar skoruðu fyrra markið 36. mínútu en fyrir það höfðu Íslendingar átt tvö fín færi.  Í seinni hálfleik stjórnuðu Frakkar að mestu ferðinni og bættu við einu marki áður en yfir lauk.  Sanngjarn sigur Frakka sem eru með gríðarlega sterkt lið í þessum aldursflokki.

Þetta var síðasti leikur Íslands af þremur í þessari ferð til La Manga.  Sigur vannst á Hollandi, jafntefli við Skota og tap gegn Frökkum.  Hópurinn kemur kem í dag en framundan er keppni í milliriðli EM í byrjun april.  Leikið verður í Portúgal og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Finnum og Norður Írum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög