Landslið
ljubljana_stozice2
Mynd 1 af 2
1 2

Glæsilegur leikvangur í Ljubljana

Opnaður 2010 og tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti

18.3.2013

A landslið karla mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 föstudaginn 22. mars.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Leikið verður á hinum glæsilega leikvangi Sportni Park Stozice, sem var opnaður árið 2010 og tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti.  Félagsliðið NK Olimpija Ljubljana leikur sína heimaleiki á þessum leikvangi.

Sportni Park Stozice er í eigum Ljubljana-borgar og heitir eftir svæðinu sem hann stendur á.  Leikvangurinn er glæsilegur ásýndar, er nokkuð niðurgrafinn þar sem einungis þak hans og flóðljósmöstur eru sýnileg úr næsta nágrenni.  Slóvenska landsliðið leikur þó ekki alla leiki sína í Ljubljana, heldur fara leikir þess einnig fram á Ljudski vrt leikvanginum í Maribor.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög