Landslið
2013 women

Miðasala á EM kvenna - Leikir Íslands í boði á ticnet.se

Hægt að kaupa miða nálægt íslensku áhorfendunum

20.3.2013

Miðasala á úrslitakeppni EM kvenna er í fullum gangi en keppnin hefst 10. júlí í Svíþjóð.  Íslenska liðið hefur leik 11. júlí þegar leikið verður gegn Noregi í Kalmar.  Hægt er að kaupa miða hjá KSÍ á leiki íslenska liðsins til 1. apríl en nú er einnig hægt að kaupa miða á leikina í gegnum heimasíðuna http://www.ticnet.se/.

Á þessari heimasíðu geta t.d. Íslendingar búsettir í Svíþjóð keypt miða á leiki íslenska liðsins og valið þar sæti sem eru nálægt þeim sætum er KSÍ er að selja.  Þannig getur íslenski áhorfendahópurinn þjappað sér saman eins vel og mögulegt er og stutt stelpurnar í þessari erfiðu lokakeppni.

Miðasala á leiki Íslands á ticnet.se

Noregur - Ísland

Ísland - Þýskaland

Holland - Ísland

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög