Landslið
Frá æfingu í Slóveníu

A-karla - Allir með á æfingu í dag

Vel fer um hópinn í Slóveníu

20.3.2013

Karlalandsliðið er í Slóveníu þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni HM á föstudaginn.  Liðið æfði í gær á keppnisvellinum en flutti sig yfir á æfingasvæði í dag.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingu dagsins.

Vel fer um hópinn í Slóveníu, veðrið er mjög gott en vellirnir blautir og þungir eftir rigningu og snjókomu síðustu daga. 

Leikur Slóveníu og Íslands hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma, föstudaginn 22. mars, og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög