Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA- Kvennalandsliðið áfram í 15. sæti

Bandaríkin áfram á toppi listans

22.3.2013

Á nýjum styrkleikalista kvenna, sem FIFA birti í morgun, er Ísland í 15. sæti og stendur í stað frá síðasta lista.  Litlar breytingar eru á milli listanna.  Bandaríkin sitja sem fastast í toppsætinu og Þjóðverjar þar á eftir en þessar þjóðir léku einmitt til úrsita á Algarve mótinu þar sem Bandaríkin höfðu betur.

Af mótherjum Íslands í úrslitakeppni EM kvenna eru Þjóðverjar, sem áður segir, í öðru sæti listans.  Noregur er í ellefta sæti og Holland í 14. sæti, sætinu á undan Íslendingum.

Styrkleikalisti kvenna


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög