Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur á Hvít Rússum

Góð byrjun á undankeppni EM 2015

26.3.2013

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2015 á besta mögulegan máta þegar þeir sóttu þrjú stig til Hvít Rússa.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Íslendinga sem leiddu, 0 - 1, í leikhléi en leikið var á Torpedo vellinum í Minsk.

Það var Jón Daði Böðvarsson sem kom Íslendingum yfir strax á 4. mínútu leiksins með glæsilegu marki eftir góða sókn.  Íslenska liðið fékk reyndar dauðafæri strax á 1. mínútu en markið hleypti sóknarhug í heimamenn sem sóttu nokkuð sem eftir lifði hálfleiksins.  Síðari hálfleikur var bráðfjörugur og eftir aðeins 6 mínútna leik skoraði Emil Atlason annað mark Íslendinga.  Bæði lið áttu svo stangarskot áður en Hvít Rússar fengu dæmda vítaspyrnu á 72. mínútu og fyrirliðinn, Sverrir Ingi Ingason, fékk að líta rautt spjald hjá svissneskum dómara leiksins.  Heimamenn nýttu vítaspyrnuna og næstu 20 mínútur vörðust Íslendingar af krafti og uppskáru að lokum þrjú stig.

Glæsileg byrjun á undankeppninni en næsti leikur liðsins í keppninni er, einnig á útivelli, gegn Armeníu 6. júní.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög