Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Anna Björk og Þórdís inn í hópinn

Hópurinn heldur til Svíþjóðar í fyrramálið

3.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þær Önnu Björk Kristjánsdóttur úr Stjörnunni og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttur úr Breiðabliki í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum.  Leikið verður í Växjö á laugardaginn en þar leikur einmitt íslenska liðið tvo leiki í riðlakeppni EM í sumar.

Þær Anna og Þórdís koma í staðinn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur og Katrínu Ómarsdóttir sem drógu sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög