Landslið
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á Ísland - Slóvenía 7. júní

Leikurinn í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli

3.4.2013

Miðasala á Ísland - Slóvenía í undankeppni HM 2014 er hafin en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Minnt er á að ódýrara er að kaupa miða í forsölu en miðaverð er eftirfarandi:

Ísland - Slóvenía 7. júní  -  Laugardalsvöllur    
  Leikdagur Forsöluverð
Svæði I - Rautt svæði  4.000 kr. 3.500 kr.
Svæði II - Blátt svæði  3.000 kr. 2.500 kr.
Svæði III - Grænt svæði  2.000 kr. 1.500 kr.

Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum áður hjá A landsliði karla og hafa Slóvenar tvisvar haft betur en Íslendingar einu sinni, í eftirminnilegum leik sem fram fór ytra í mars.

Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með níu stig og eru þar jafnir Albönum. Sviss er í toppsætinu með ellefu stig en allar þjóðirnar eiga fimm leiki eftir.

Það er því öllum ljóst hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir íslenska liðið og ljóst að fullur Laugardalsvöllur getur skipt sköpum í þessari baráttu strákanna.

Tengill á miðasölu

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög