Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Ásgerður Stefanía inn í hópinn

Hópurinn hélt utan í morgun

4.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjö á laugardaginn.  Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kemur inn í hópinn í stað Sifjar Atladóttur sem er meidd.

Hópurinn hélt utan í morgun og var flogið til Kaupmannahafnar og lest tekin þaðan á áfangastað í Växjö.  Liðið æfði í kvöld á gervigrasvelli í nágrenni við keppnisvöllinn en tíðin hefur verið heldur erfið í Smálöndum Svíþjóðar og grasvellir svæðisins því ekki í sínu besta ástandi.  Veðrið var fallegt við komuna en heldur kalt á æfingunni.

Það setti skemmtilegan svip á æfingu dagsins að 25 fótboltastelpur úr heimaliðinu Öster mættu og fylgdust af áhuga með æfingu liðsins.  Eftir æfinguna fengu þær að spjalla við landsliðskonurnar og fengu eiginhandaáritanir og myndir.  Sem kunnugt er leikur íslenska liðið tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrsltakeppni EM í Växjö og því líklegt að þarna hafai stelpurnar tryggt sér dygga stuðningsmenn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög