Landslið
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norskir dómarar á leik Svíþjóðar og Íslands

Vináttulandsleikur sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma

6.4.2013

Það verða norskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.  Monica Larson er dómari leiksins og nafna hennar, Monica Lokkeberg er annar aðstoðardómara.  Hinn aðstoðardómarinn heitir Birgitta Solberg.

Búist er við um 3.000 áhorfendum á Myresjhö völlinn sem er glæsilegt mannvirki enda tekinn í notkun síðasta haust.  Völlurinn sjálfur er í þokkalegu standi, lætur aðeins á sjá eftir slæma tíð í Smálönum upp á síðkastið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög