Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Umfjöllun um naumt tap gegn Finnum

Leikið gegn Portúgal á þriðjudaginn

6.4.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu í kvöld gegn Finnum í milliriðli EM en leikið er í Portúgal.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Finna en markalaust var í leikhléi.  Finnar tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Wales sem fram fer í sumar.

Ísland á einn leik eftir, gegn heimastúlkum í Porúgal sem fram fer þriðjudaginn 9. apríl.  Með sigri í þeim leik heldur íslenska liðið smá von um sæti í úrslitakeppninni en liðið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sex, kemst einnig til Wales.

Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn:

Íslendingar tóku á móti Finnum í öðrum leik sínum í milliriðli Evrópumótsins. Fyrir leikinn voru Finnar með 3 stig og Íslendingar með 1 stig og því ljóst að sigur var nauðsynlegur. Eftir hörkuleik unnu Finnar 1-0 vinnusigur og er þar með komnar áfram í úrslitin.

Strax á 3. mín leiksins átti Írunn frábæra sending af stuttu færi á milli varnarmann í fætunar á Telmu sem var óheppin með skot sitt og fór það yfir. Eftir þessa flottu fyrstu sókn áttu Íslensku stelpunar nokkrar ágætis tilraunir á meðan Finnar voru meira með boltann.

Á 28. mín kom fyrsta færi Finna, en Guðrún var vel á verði og skallaði boltann í burtu. Fimm mínútum seinna átti Sveinbjörg hlaup upp kantinn, gaf á Elínu Mettu en markmaður Finna var vel á verði. Finnar áttu svo síðasta færi hálfleiksins, en eftir hornspyrnu skutu þær rétt yfir. Nokkuð sangjarn 0-0 í hálfleik þar sem íslendingar fengu hættulegasta færið.

Strax á fyrstu mín seinni hálfleiks átti Telma frábæran sprett gaf boltann fyrir á Elínu Mettu, en hún náði ekki að gera sér mat úr ágætis færi. Þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleik fóru Íslendingar í skyndisókn sem leit út fyrir að verða álitleg. En dómari leiksins náði ekki að færa sig frá föstum bolta þannig að boltinn sköppaði til baka og Finnar komnir í skyndisókn sem þær skoruðu úr með skoti utan teigs.

Á 64. mín tóku Telma og Írunn góðan þríhyrning og opnaðist fyrir Telmu sem átti got skot sem markmaður finna varði vel. Á 69. mín komust Finnar einir í gegn en Halla Margrét varði frábærlega. Mínútu seinna voru Finnar aftur við það að sleppa í gegn en Halla Margrét las leikinn vel og greip inn í.

Á 71. mín kom Guðmunda Óladóttir inn fyrir Írunni. Mínútu seinna áttu Finnar fyrirgjöf sem endaði ofan á slánni. Á 78. mín vann Gumma boltann á hættulegum stað gaf á Telmu sem var við það að sleppa ein í gegn er Finnar björguðu í horn. Þremur  mínútum seinna kom Aldís Lúðvíksdóttir inn fyrir Elínu Mettu.      

Aldís var fljót að koma sér í færi er Lára skallaði inn fyrir á hana, en Finnar björguðu á síðustu stundu í horn. Telma tók hornið og skaut í slá og niður því, virkilega óheppin að boltinn fór ekki cm neðar. Á 86. mín átti Lára flotta sending inn á Gummu tók hann á lofti en setti hann hárfínt yfir.

Á síðustu mínútum leiks sóttu Íslendingar stanlaust án þess þó að fá dauðfæri og leikurinn endaði 1-0 fyrir Finnum. Það var því ljóst að möguleikar Íslendinga á að komast í úrslitakeppnina í ár minnkuðu til muna. En síðasti leikur liðsins er gegn heimamönnum í Portúgal og verður hann að vinnast til að ná 2. sæti og eiga þar með möguleika á úrslitakeppni.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög