Landslið
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Leikið við Færeyjar í dag

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt fyrir leikinn kl. 10:00 að íslenskum tíma

11.4.2013

Strákarnir í U16 leika í dag við Færeyjar í undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales.  Fjórar þjóðir leika á þessu æfingamóti en hinar þjóðirnar eru gestgjafarnir og Norður Írar.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Jökull Blængsson

Hægri bakvörður: Pétur Steinn Þorsteinsson

Vinstri bakvörður: Sindri Scheving

Miðverðir: Birkir Þór Guðmundsson og Darri Sigþórsson

Tengiliðir: Albert Guðmundsson og Ernir Bjarnason

Hægri kantur: Ragnar Már Lárusson

Vinstri kantur: Kristófer Páll Viðarsson

Sóknartengiliður: Viktor Karl Einarsson

Framherji: Óttar Magnús Karlsson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög