Landslið
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U16 karla - Sigur gegn Færeyingum

Leikið við Norður Íra á morgun

11.4.2013

Strákarnir í U16 hófu í dag leik á undirbúningsmóti UEFA og fer það fram í Wales.  Mótherjar Íslendinga í dag voru Færeyingar og höfðu Íslendingar sigur, 2 - 0.  Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði bæði mörk Íslendinga og komu þau bæði í fyrri hálfleik.

Liðið verður aftur á ferðinni á morgun þegar leikið verður við Norður Íra.  Hefst sá leikur kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Norður Írar töpuðu í dag gegn heimamönnum í Wales, 0 - 1.

Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög