Landslið
Hópurinn með Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írum

Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

12.4.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum í dag á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur Íslands á mótinu en sigur vannst á Færeyingum í gær, 2 - 0.  Á sama tíma töpuðu Norður Írar fyrir Wales, 0 - 1.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Hörður Fannar Björgvinsson

Hægri bakvörður: Sverrir Bartolozzi

Vinstri bakvörður: Sindri Scheving

Miðverðir: Anton Freyr Hauksson og Darri Sigþórsson, fyrirliði

Tengiliðir: Daði Bærings Halldórsson og Alexander Helgason

Hægri kantur: Fannar Orri Sævarsson

Vinstri kantur: Ólafur Hrafn Kjartansson

Sóknartengiliður: Viktor Karl Einarsson

Framherji: Albert Guðmundsson

Eftir leikinn gegn Færeyingum í gær fengu strákarnir góða heimsókn upp á hótel en þangað mætti landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, og borðaði með strákunum.

Hópurinn með Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða

 

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög