Landslið
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Jafntefli gegn Norður Írum

Leikið við Wales á sunnudaginn

12.4.2013

Strákarnir í U16 gerðu í dag jafntefli við Norður Íra á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Niðurstaðan varð markalaus í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir og ekki var mikið um opin marktækifæri.

Á sama tíma gerðu Wales og Færeyingar 1 - 1 jafntefli og eru því Íslendingar og heimamenn með jafnmörg stig, fjögur, en þessar þjóðir mætast í lokaumferðinni á sunnudaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög