Landslið
Sara Björk Gunnarsdóttir

Leikjaniðurröðun Íslands í undankeppni HM 2015

Tveir leikir á þessu ári og átta leikir árið 2014

16.4.2013

Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti í riðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag, og ræddu niðurröðun og leikdaga.  Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 – heimaleik við Sviss í september og útileik við Serbíu í október – og átta leiki á árinu 2014.

Leikjaniðurröðun Íslands

  • 26/09/13:  Ísland-Sviss
  • 31/10/13:  Serbía-Ísland
  • 05/04/14:  Ísrael-Ísland
  • 10/04/14:  Malta-Ísland
  • 08/05/14:  Sviss-Ísland
  • 14/06/14:  Danmörk-Ísland
  • 19/06/14:  Ísland-Malta
  • 21/08/14:  Ísland-Danmörk
  • 13/09/14:  Ísland-Ísrael
  • 17/09/14:  Ísland-Serbía

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög