Landslið
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður-Írum

17.4.2013

U16 landslið kvenna leikur í dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Wales.  Mótherjinn er lið Norður-Írlands og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson, þjálari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik dagsins.

Fjórir leikmenn sem byrjuðu á bekknum í síðasta leik koma inn í byrjunarliðið í dag - Hafdís Erla, Selma Dögg, Nótt og Sigríður María fara á bekkinn og inn koma Þorgerður, Sara, Eva Bergrín og Sigríður María. Lillý Rut tekur við fyrirliðabandinu í þessum leik af Ingibjörgu. 

Byrjunarlið Íslands

  • Markvörður: Þorgerður Einarsdóttir
  • Hægri bakvörður: Tanja Líf Davíðsdóttir
  • Vinstri bakvörður: Sara Skaptadóttir
  • Miðverðir: Bergrós Lilja Jónsdóttir og Eva Bergrín Ólafsdóttir
  • Miðjumenn: Lillý Rut Hlynsdóttir fyrirliði, Ingibjörg Sigurðardóttir og María Eva Eyjólfsdóttir
  • Hægri kantur: Hulda Ósk Jónsdóttir
  • Vinstri kantur: Petrea Björt Sævarsdóttir
  • Framherji: Esther Rós Arnarsdóttir

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög