Landslið
Lars-Lagerback

A karla - Hópurinn gegn Slóvenum verður tilkynntur í dag

Blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ sem hefst kl. 13:15

29.5.2013

Í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun tilkynna hópinn sem leikur gegn Slóvenum á Laugardalsvelli 7. júní í undankeppni HM.  Fundurinn hefst kl. 13:15.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi og gengur vel enda um gríðarlega mikilvægan leik að ræða í þessum jafna riðli Íslands.  Fólk er því hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og er minnt á 500 króna forsöluafslátt ef keypt er fyrir leikdag.  Þá er 50% afsláttur fyrir börn, 16 ára og yngri, og reiknast sá afsláttur af fullu verði.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög