Landslið
sjalandsskoli-007

Lukkupottur á kvennalandsleiknum á laugardag

Settu aðgöngumiðann í pott - Frábærir vinningar í boði

31.5.2013

Á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands á laugardag gefst miðakaupendum kostur á að taka þátt í sérstökum lukkuleik sem gefur möguleika á skemmtilegum vinningum.  Leikurinn fer þannig fram að nafn, símanúmer og tölvupóstfang er skrifað aftan á aðgöngumiðann og honum skilað í sérstakan kassa í miðjum undirgöngum Laugardalsvallar.  Kassinn er fallega rauður að lit og verður staðsettur við stóru andlitsmyndina í miðjum undirgöngunum fyrir leik og í hálfleik.

Vinningarnir eru spennandi og kannski svolítið óhefðbundnir:

  • 2 x treyjur með eiginhandaráritunum allra leikmanna kvennalandsliðsins.
  • Bíóferð með landsliðinu.
  • Hádegisverður með landsliðinu.

Athugið að 16 ára og yngri fá frítt á leikinn og eru því ekki með miða, þannig að fullorðna fólkið verður að koma með og kaupa miða til að komast í pottinn!

Dregið verður úr vinningum strax eftir helgina og haft samband við vinningshafa.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög