Landslið
kvenna1

Ísland - Skotland - Miðasala hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli

Vináttulandsleikur Íslands og Skotlands á Laugardalsvelli kl. 16:45

31.5.2013

Kvennalandslið Íslands og Skotlands mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en þær leika í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í júlí. 

Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/. Einnig verður hægt að kaupa miða á leikdag á Laugardalsvelli, frá kl. 14:00. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Þetta er síðasti möguleikinn til að sjá stelpurnar í leik hér á landi áður en úrslitakeppnin hefst í sumar.  Sendum þær á EM með góðan stuðning í farteskinu.

ÁFRAM ÍSLAND!

 


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög