Landslið
Gangi ykkur vel á EM!

Kveðjukort til stelpnanna - Gangi ykkur vel á EM!

Vallargestir geta skrifað undir kortið á leiknum á laugardag

31.5.2013

Eins og kunnugt er munu stelpurnar okkar í A landsliði kvenna leika í úrslitakeppni EM í annað sinn þegar þær fara til Svíþjóðar í sumar.  Síðasti heimaleikur þeirra fyrir keppnina fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og þar mun vallargestum gefast kostur á því að skrifa á kveðjukort til stelpnanna.  Fulltrúar KSÍ og kvennalandsliðsins verða á ferðinni með kortin í undirgöngunum á Laugardalsvelli fyrir leik.  Takið endilega þátt og sendið stelpunum kveðju!

Gangi ykkur vel á EM!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög