Landslið
Island-Noregur-(3)

A karla - Æft í Kórnum í dag

Leikið við Slóvena á föstudaginn kl. 19:00 á Laugardalsvelli

4.6.2013

Karlalandsliðið undirbýr sig nú undir hinn mikilvæga leik gegn Slóvenum sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00.  Liðið æfði í Kórnum í dag en æft verður á Laugardalsvelli á morgun.

Slóvenar koma til landsins á fimmtudaginn en þeir koma frá Þýskalandi þar sem lögðu Tyrki í vináttulandsleik síðastliðinn laugardag.

Miðasala á leikinn gengur vel og er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Fólk er hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma en miðaverð má sjá hér að neðan.

Hólf á Laugardalsvelli

Miðaverð: (Ath forsöluafsláttur af fullu verði er 500 kr, fram að leikdag)
Svæði-Rautt, Fullt verð 4.000 kr, 16 ára og yngri 2.000 kr
Svæði-Blátt, Fullt verð 3.000 kr, 16 ára og yngri 1.500 kr
Svæði-Grænt, Fullt verð 2.000 kr, 16 ára og yngri 1.000 kr

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög