Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Armenum í dag

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma

6.6.2013

Strákarnir í U21 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið verður við Armena í Jerevan kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar lögðu Hvít Rússa í fyrsta leik sínum, einnig á útivelli, en þetta er fyrsti leikur mótherjanna í riðlinum.

Leikið verður á Hrazdan vellinum en hann tekur rúmlega 53.000 manns í sæti og eru aðstæður hinar ágætustu.  Heitt er hinsvegar í veðri í Jerevan en hitastigið hefur verið um 30 gráður þann tíma sem íslenski hópurinn hefur verið á staðnum.
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög